2002-02-11 17:02:08# 127. lþ. 74.15 fundur 216#B starfsemi Byggðastofnunar og framvinda byggðaáætlunar, munnleg skýrsla iðnaðarráðherra# (munnl. skýrsla), ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 127. lþ.

[17:02]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að það skili okkur ekki neinu hér að efna í nýja umræðu um fiskveiðistjórnarmál. Hins vegar er alveg ljóst og hefur verið lengi að með hagræðingu í sjávarútvegi og tæknivæðingu mundi störfum þar fækka.

Hvert er þá ráðið? Það er væntanlega að finna önnur störf, önnur atvinnutækifæri, nýsköpun með ýmsum hætti til þess að fólkið geti snúið sér að öðrum atvinnugreinum. Til þess töldum við að væru ýmis tæki í þeirri byggðaáætlun sem verið hefur í gildi núna undanfarin ár. Þar eru auðvitað ýmis tæki til þess og ýmislegt hefur verið gert í nýsköpunarstörfum. En við þurfum að gera betur. Það er augljóst. Við snúum þeirri þróun ekki við að störfum fækkar sjávarútvegi. Þess vegna er nauðsynlegt að vinna með öflugri hætti að nýsköpunar- og þróunarstörfum.