Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 11:39:55 (4643)

2002-02-14 11:39:55# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[11:39]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Já, hvað ef? Hvað ef, er ágætisspurning, og að það sé vafi. Jú, ekki er hægt að neita því að ekki er endanlega búið að taka þessa ákvörðun. En mín tilfinning er sú að ef stjórnmálaflokkur eins og Vinstri grænir réði ríkjum yrði aldrei neitt gert vegna þess að það væri hugsanlega vafi.

Það er talað um að byggja upp háskólamenntun. Auðvitað er það mikilvægt og það hefur verið gert á Austurlandi og verður styrkt enn frekar með nýrri byggðaáætlun. En skyldi ekki þurfa fjármagn til þess að byggja upp háskólamenntun? Hvar ætlar þessi stjórnmálaflokkur að taka fjármagnið til þess þegar hann er á móti öllum hugmyndum sem hafa komið upp hjá ríkisstjórninni um atvinnuuppbyggingu og auknar tekjur og auknar útflutningstekjur? (Gripið fram í: ... ráðherra svari fyrir sig?)