Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 20:07:54 (4759)

2002-02-14 20:07:54# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[20:07]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel sjálfsagt mál að þessar þrjár nefndir sem hv. þm. nefndi fái allar að fjalla um málið. Það liggur í augum uppi að þetta er á verksviði þeirra allra og mér finnst full ástæða til þess að þær komi allar að málinu.

Ég velti því fyrir mér, eftir þessa umræðu, hvort það sé þá þannig að Vinstri hreyfingin -- grænt framboð sé virkilega tilbúin til að taka tillit til hinnar hagrænu niðurstöðu. Ef menn legðu spilin á borðið og í ljós kæmi að þarna væri um verulega góðan samning fyrir Landsvirkjun að ræða hvað varðar raforkuverð, væri þá Vinstri hreyfingin -- grænt framboð tilbúin að samþykkja þetta mál? (KolH: Það eru allar vísbendingar um að slíkt gerist alls ekki. )

En ég verð að segja, eftir umræðurnar hér og það hvað hv. þm. Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs hafa lagt mikla áherslu á hagræna þáttinn, þeir hafa rætt hann mikið í dag, verður maður að láta sér detta í hug að það komi til greina að skipta um skoðun ef það borgar sig. (Gripið fram í.)