Póstþjónusta

Mánudaginn 25. febrúar 2002, kl. 17:01:53 (5007)

2002-02-25 17:01:53# 127. lþ. 81.14 fundur 168. mál: #A póstþjónusta# (heildarlög) frv. 19/2002, Frsm. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 127. lþ.

[17:01]

Frsm. minni hluta samgn. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég ítreka að ég óska eftir afdráttarlausri yfirlýsingu um hvort það sé ætlunin. Póstþjónusta er meira en að bera út póst. Póstþjónusta er móttaka á pósti og margháttuð þjónusta sem pósturinn veitir. Aðgengi fólks að póstþjónustunni er líka hluti þjónustunnar. Afar miklu máli skiptir að fólk átti sig á því að þjónustan er ekki bara að bera út þrisvar eða fimm daga í viku. Þetta er gríðarlega mikilvæg þjónusta og framtíðaratvinnumöguleikar okkar geta einmitt legið í öflugri póstmóttöku og póstdreifingu sem næst okkur. Ég tel mikilvægt að þessi atriði verði alveg skýr.

Eins vil ég inna hv. formann samgn. eftir því hvað honum finnst um að hvergi skuli minnst á orðið pósthús í öllum lagabálkinum um póstþjónustu í landinu. Ég sé að notast hefur verið við orðið þjónustupósthús en það er ekki skilgreint hér enda held ég að það þýði allt annað en pósthús. Hvers vegna er hvergi minnst á pósthús í öllum lagabálkinum um póstþjónustu í landinu?