Stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins

Mánudaginn 11. mars 2002, kl. 22:36:08 (5998)

2002-03-11 22:36:08# 127. lþ. 94.17 fundur 545. mál: #A stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins# frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 127. lþ.

[22:36]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og áður kom fram hjá hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni, og er hann formaður flokks hv. þm., er ríkisstjórn ekki fjölskipað stjórnvald. Þess vegna fer iðnrh. með þetta mál sem hér er til umfjöllunar, og það er allt sem segja þarf. Það er ekki búið að móta einhverja stefnu nákvæmlega í ríkisstjórninni um hvernig farið verður í einkavæðingu hvers fyrirtækis fyrir sig. (Gripið fram í: Við höfum orðið vör við það.) (Gripið fram í: Það er akkúrat það sem við höfum orðið vör við.) Þetta mál er alveg sjálfstætt og fjallar um Rarik og ég veit ekki betur en að einkavæðing sé mjög mikilvæg fyrir hagvöxt í landinu. Hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon var svo glaður um áramótin ... (Gripið fram í.) Ég veit að þetta er aðeins á skjön --- hann var mjög glaður um áramótin --- þetta rifjast allt í einu upp fyrir mér --- þegar Kínverjar ákváðu að ganga inn í Alþjóðaviðskiptastofnunina en þeir ætla einmitt að einkavæða.