Þriggja fasa rafmagn

Miðvikudaginn 13. mars 2002, kl. 15:04:19 (6151)

2002-03-13 15:04:19# 127. lþ. 97.3 fundur 423. mál: #A þriggja fasa rafmagn# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., GAK
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 127. lþ.

[15:04]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Það er oftast nær svo eða oft a.m.k. að nefndir skila skýrslu og þær skila niðurstöðum. En það er hins vegar þannig að framkvæmdina vantar oft á eftir þegar búið er að leggja til góðar tillögur.

Ég tók eftir því að hæstv. ráðherra sagði að nú yrði verkefnið sett í frekari skoðun hjá Rarik. Ég ætla að vonast til þess að það verði ekki sett í mjög langa nefndarskoðun á vegum Rariks. Það er auðvitað mjög brýnt fyrir dreifbýlið í landinu að úr þessu verði þannig að þeir sem virkilega þurfa á þriggja fasa rafmagni að halda fái það. Forgangsröðunin virðist nema 250 millj. kr. þ.e. sú forgangsröðun sem hæstv. ráðherra greindi frá. En mér er spurn: Er það forgangsröðun notenda eða var það forgangsröðun sveitarfélaga?