Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 15:58:42 (7145)

2002-04-08 15:58:42# 127. lþ. 114.6 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, SvH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[15:58]

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Forsendur fyrir virkjun stórfljótanna samkvæmt þessu frv. er auðvitað að finna í athugasemdum með því en athugasemdir með lögum eru til hliðsjónar við framkvæmd þeirra og túlkun. Þær forsendur eru virkjun til handa stóriðju á Reyðarfirði og eru brostnar. Þar af leiðandi eru forsendur fyrir afgreiðslu þessa máls í sjálfu sér brostnar.

Eins og sakir standa í stóriðjumálum heims er veiting leyfis til stórvirkjunar í stóriðjuskyni sýndarleikur, uppfærður í pólitísku blekkingarskyni. Sá sem hér stendur veitir engum umboð sitt til slíkra vinnubragða, og því segir hann nei.