Steinullarverksmiðja

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 11:37:55 (8344)

2002-04-29 11:37:55# 127. lþ. 132.16 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, Frsm. meiri hluta HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[11:37]

Frsm. meiri hluta iðnn. (Hjálmar Árnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég fagna eiginlega þessum síðustu orðum hv. þm. Jóns Bjarnasonar því að þau lýsa eiginlega málefnafátækt hans í þessu máli. Hún kemur ekki á óvart. Vinstri grænir hafa lagst gegn því ef ríkið ætlar að kaupa. Vinstri grænir leggjast líka gegn málum ef ríkið ætlar að selja. Þeir leggjast gegn yfirgnæfandi meiri hluta Skagfirðinga. Þeir leggjast gegn átta af níu í iðnn. Þeir leggjast yfirleitt gegn öllu því sem hér er til uppbyggingar. Þetta er stefnan, að vera á móti, og síðan færa menn það í ýmiss konar búning, gera mönnum upp sakir og gefa sér ýmsar afskaplega hæpnar forsendur eins og heyrðist sérlega vel í ræðu hv. þm. Jóns Bjarnasonar áðan.

Það kemur mér líka mjög á óvart að hv. þm. skuli leggjast gegn því að Skagfirðingar vilji leggja söluandvirðið, eða hluta af því, til uppbyggingar á vísinda- og menntastarfi á Hólum þar sem Skagfirðingar eru með miklar og skemmtilegar hugmyndir.