Lagning ljósleiðara

Miðvikudaginn 14. nóvember 2001, kl. 14:17:37 (1519)

2001-11-14 14:17:37# 127. lþ. 29.4 fundur 249. mál: #A lagning ljósleiðara# fsp. (til munnl.) frá samgrh., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 127. lþ.

[14:17]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Ég er hér með viðbótarspurningu til hæstv. samgrh.

Fyrir rúmum tveimur árum var gatan sem ég bý við í Keflavík, Faxabraut, brotin upp. Það er nú ekki mjög fátítt að hún sé brotin upp af einni ástæðu eða annarri. Við spurðumst fyrir hverju sætti þarna og þá var okkur sagt að verið væri að leggja breiðband um Keflavík. Það gekk mikið á og breiðband var lagt víða. Við kættumst sem áttum von á þessum fögnuði inn í húsin, en því miður höfum við ekki fengið breiðbandið enn. Þess vegna langar mig að spyrja hæstv. samgrh.: Hvar liggur hundurinn grafinn? Hvers vegna getum við ekki fengið breiðbandið fyrst búið er að leggja línurnar um bæinn? Eigum við kannski að bíða eftir Línu.Neti?