Skýrsla um menningartengda ferðaþjónustu

Miðvikudaginn 21. nóvember 2001, kl. 14:01:48 (1873)

2001-11-21 14:01:48# 127. lþ. 33.4 fundur 205. mál: #A skýrsla um menningartengda ferðaþjónustu# fsp. (til munnl.) frá samgrh., ArnbS
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 127. lþ.

[14:01]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir það mál manna að hér er um mjög góða skýrslu að ræða, og það hafa ferðaþjónustuaðilar látið mjög í ljósi. Hún vekur nýjar hugsanir og hugmyndir og þarna er um ákaflega mikilvægt vinnugagn að ræða. Þetta er vinnugagn þeirra sem eru að markaðssetja ferðaþjónustu hér á landi og eru á höttunum eftir nýjum tækifærum í menningu okkar.

Það er mikilvægt að hér er verið að ræða um almenna menningartengda ferðaþjónustu en ekki landshlutabundna. Við eigum auðvitað að reyna að koma þessari menningu okkar á framfæri í ládeyðunni þegar mest þörf er á því að nýta þær undirstöður og þá grunngerð, forseti, sem við eigum í ferðaþjónustu hér á landi.