Fjáraukalög 2001

Þriðjudaginn 04. desember 2001, kl. 15:49:08 (2409)

2001-12-04 15:49:08# 127. lþ. 42.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 127. lþ.

[15:49]

Vilhjálmur Egilsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil að það komi hér fram að ég get ekki stutt lánsheimildir til Rariks vegna yfirtöku eða kaupa þess fyrirtækis á Rafveitu Sauðárkróks. Eins og fram hefur komið hafa verið afar miklar deilur um þetta mál í Skagafirði. Ég tel algjörlega óviðunandi að þessu ríkisfyrirtæki sé beitt með þeim hætti sem gert er til að grípa inn í deiluna við þessar aðstæður. Ég tel að það hefði verið eðlilegt að bíða með inngrip ríkisfyrirtækisins í þessar deilur þangað til Skagfirðingum hefði gefist kostur á að gera út um þetta mál í næstu sveitarstjórnarkosningum.