Fjáraukalög 2001

Þriðjudaginn 04. desember 2001, kl. 15:51:42 (2412)

2001-12-04 15:51:42# 127. lþ. 42.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 127. lþ.

[15:51]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Málið er brýnt fyrir sveitarfélagið Skagafjörð vegna vanda þess sérstaklega, og síðan er þetta málefni á landsvísu. Ef hv. þm. Vilhjálmur Egilsson vill bæta við tillöguna eða koma öðrum orðum inn til þess að koma megi til móts við þetta er sjálfsagt að skoða það.

En ég legg áherslu á að það á ekki að fara að sveitarfélögunum með þessum hætti, það á að leysa fjárhagsvanda þeirra á annan hátt en að taka af þeim eignir. Ég þakka hv. þm. Vilhjálmi Egilssyni fyrir stuðning við þau sjónarmið sem þarna eru, hvernig salan á Rafveitu Sauðárkróks til Rariks snýr að sveitarfélaginu Skagafirði.