Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 14:49:16 (2831)

2001-12-08 14:49:16# 127. lþ. 47.2 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[14:49]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Það er fráleitt við þær aðstæður sem við búum við nú að lækka tekjuskatta fyrirtækja. Þess vegna vill Vinstri hreyfingin -- grænt framboð ekki styðja þessar tillögur ríkisstjórnarinnar og þess vegna gátum við ekki heldur stutt tillögur Samfylkingarinnar um lækkun tekjuskatta fyrirtækja.

Staðreyndin er sú að um þriðjungur fyrirtækja í landinu skilar hagnaði. Það er þeim fyrirtækjum sem verið er að ívilna en á hin fyrirtækin sem búa við þröngan kost nú eru settar auknar klyfjar. Þetta er mjög óskynsamlegt við þessar aðstæður, herra forseti, og við getum ekki stutt þessar ráðstafanir.