Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 16:21:28 (2877)

2001-12-08 16:21:28# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, GÖ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[16:21]

Guðrún Ögmundsdóttir:

Virðulegur forseti. Hér er um tillögu að ræða upp á 25 millj. fyrir Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Þessi fjárhæð er algjörlega nauðsynleg, og það vita þeir þingmenn sem hér eru inni, til þess að stofnunin geti sinnt sínum lagaskyldum og tekið inn þá hópa sem nauðsynlegt er að sinna, t.d. þeim sem eru með Asperger-heilkenni Það er nauðsynlegt að koma þessum málum í viðunandi horf áður en sett verða sérlög um þessa stofnun. Það eru mjög margir sem bíða eftir greiningu og sú greining er alltaf mjög erfið fyrir allar fjölskyldur. Þess vegna er þessi tillaga fram komin. Hún á að koma að einhverju leyti til móts við þessa biðlista. Ég segi því að sjálfsögðu já en það hryggir mig að sjá hvernig taflan lítur út í þinginu.