Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 16:31:48 (2883)

2001-12-08 16:31:48# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[16:31]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Hér er lagt til að 100 millj. kr. verði á næsta ári varið til að hefja átak í svonefndum félagslegum forvörnum og verði þar um upphaf langtímaverkefnis að ræða þar sem starfsemi aðila eins og félagsmiðstöðva, íþróttahreyfinga, æskulýðsfélaga, skátahreyfingar og fjölmargra annarra sambærilegra aðila, sem bjóða börnum og ungmennum upp á þroskandi og hollt tómstundastarf, skapar þeim tækifæri til að sinna sínum áhugamálum. Þetta verði liður í þessu átaki og er í samræmi við þáltill. sem liggur fyrir þinginu um að hafið verði slíkt átak til eflingar félagslegum forvörnum.