Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 12. desember 2001, kl. 14:06:42 (3069)

2001-12-12 14:06:42# 127. lþ. 50.8 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv. 129/2001, Frsm. 1. minni hluta JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 127. lþ.

[14:06]

Frsm. 1. minni hluta sjútvn. (Jóhann Ársælsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það liggur þá fyrir að umrætt frv. kemur ekki fyrir Alþingi fyrr en á fyrstu dögum eftir að jólaleyfi lýkur. Þá gefst ekki mjög langur tími til umfjöllunar um það mál, a.m.k. ekki miðað við umfang þess og þær miklu deilur sem hafa staðið um þau mál.

Ég spyr nú hæstv. ráðherra: Telur hann í fullri alvöru að sá tími sem áætlað er að þing standi í vetur muni duga til þess að Alþingi nái að klára þá endurskoðun sem að er stefnt?