2003-03-15 00:23:23# 128. lþ. 102.34 fundur 715. mál: #A tollalög# (landbúnaðarhráefni) frv. 80/2003, Frsm. meiri hluta DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 128. lþ.

[24:23]

Frsm. meiri hluta landbn. (Drífa Hjartardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Þetta mál er unnið með þremur ráðuneytum, með landbrn., þar sem Ólafur Friðriksson var nefndinni innan handar við málið, með utanrrn. og fjmrn. Þetta er ekki samkeppnismál eins og hv. þm. hélt fram áðan. Í dag er hægt að flytja inn kjöt víðs vegar að úr heiminum. Þarna er um það að ræða að flytja inn kjöt frá Grænlandi í sérstaka vinnslu á Húsavík til að flytja út aftur. Það er atvinnuskapandi tækifæri fyrir unga menn á Húsavík að vinna úr þessu hráefni. Og landbrh. hefur það alveg á valdi sínu að setja fram reglugerð sem afmarkar málið við Grænland. Það er alveg hreint svæði og þar er sláturhús sem er viðurkennt af Evrópusambandinu.