2003-03-15 00:39:56# 128. lþ. 102.34 fundur 715. mál: #A tollalög# (landbúnaðarhráefni) frv. 80/2003, MS
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 128. lþ.

[24:39]

Magnús Stefánsson:

Herra forseti. Ég tel að hugmyndin sem býr að baki þessu máli sé allrar athygli verð og geti út af fyrir sig boðið upp á ýmsa möguleika í atvinnulífinu. En ég verð að segja það, herra forseti, að mér finnst þetta mál ekki nógu ígrundað í þessu frumvarpsformi. Ég tel að hérna sé verið að opna fyrir möguleika á að flytja inn landbúnaðarafurðir í meira mæli en nú er gert ráð fyrir og í raun umfram það sem tilefni málsins miðar að.

Ég vil upplýsa að ég sat fund landbn. í morgun og tók ekki þátt í að afgreiða þetta mál út með þeim hætti sem hér liggur fyrir. Ég vil segja að ég mun ekki styðja frv. komi það til afgreiðslu. Ég tel að skynsamlegt væri að vísa málinu aftur til landbn. til frekari umfjöllunar og m.a. að gefa Bændasamtökunum tækifæri til að tjá sig um það þannig að það fái þinglega meðferð að því leyti. Ég vildi bara koma þessu að, herra forseti, í þessari umræðu.