2003-03-15 00:53:13# 128. lþ. 102.27 fundur 52. mál: #A atferlis- og eldisrannsóknir á þorski á Vestfjörðum# þál., Frsm. ÁRÁ
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 128. lþ.

[24:53]

Frsm. sjútvn. (Árni R. Árnason):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. hv. sjútvn. Álitið hefur legið frammi á þskj. 1244 og er um till. til þál. um miðstöð atferlis- og eldisrannsókna á þorski á Vestfjörðum.

Nefndin hefur fjallað um málið sem er endurflutt en áður flutt á síðasta þingi. Þá bárust nefndinni umsagnir frá nokkrum aðilum sem taldir eru upp á þingskjalinu.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að ríkisstjórninni verði falið að setja á laggirnar miðstöð atferlis- og eldisrannsókna á þorski á Vestfjörðum er hafi það hlutverk að standa fyrir og efla rannsóknir á þessu sviði í samvinnu við háskóla- og rannsóknastofnanir og efla starfsemi rannsóknastofnana á svæðinu í því skyni.

Nefndin telur að tillagan falli vel að áformum ríkisstjórnarinnar um eflingu byggða og atvinnulífs í landinu, sem og rannsóknastarfsemi hérlendis, og leggur því til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Hv. þm. Árni Steinar Jóhannsson sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu.

Hv. þm. Jóhann Ársælsson nefndarmaður var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir álitið rita auk mín Kristinn H. Gunnarsson, Einar K. Guðfinnsson, Svanfríður Jónasdóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Guðjón A. Kristjánsson, Adolf H. Berndsen og Hjálmar Árnason.