Matvælaverð á Íslandi

Fimmtudaginn 03. október 2002, kl. 12:47:33 (78)

2002-10-03 12:47:33# 128. lþ. 3.1 fundur 3. mál: #A matvælaverð á Íslandi# þál., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 128. lþ.

[12:47]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég talaði ekki um verðlagningu eftir svæðum. Ég sagði að verðlagning í búðum Baugshringsins væri misjöfn. Ég geri ráð fyrir því að hv. ... (Gripið fram í: Í höfuðborginni eða úti á landi?) Ég minntist hvorki á höfuðborg né land. Ég geri ráð fyrir að hv. þm. geti athugað sömu vörur sem eru keyptar erlendis frá og fást í Bónus og í Hagkaup og athugað hvort þær kosti hið sama. Ég hygg að svo sé ekki.

Í annan stað vil ég segja um samkeppni í flutningum til landsins að á síðustu árum hefur eðli hennar breyst mjög mikið. Nú annast einungis eitt skipafélag strandsiglingar. Samskip t.d. keppir einungis hér á Reykjavíkurmarkaðnum og hefur að því leyti betri stöðu, að þurfa ekki að velta fyrir sér að þjóna landsbyggðinni.