Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu Landsbankans

Miðvikudaginn 09. október 2002, kl. 13:35:37 (374)

2002-10-09 13:35:37# 128. lþ. 7.91 fundur 158#B skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu Landsbankans# (aths. um störf þingsins), viðskrh.
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 128. lþ.

[13:35]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Í sambandi við þá skýrslu sem hér var nefnd get ég ekki svarað því hvenær hún muni líta dagsins ljós enda bað forsrn. Ríkisendurskoðun um að vinna þessa vinnu. Ég held þó að það hljóti að styttast í að skýrslan verði gerð opinber og þar með getur Alþingi Íslendinga farið yfir hana.

En hvað varðar söluferli Landsbankans eru viðræður uppi við fyrirtækið Samson. Ekki er ljóst á þessari stundu hvernig þeim málum muni lykta en mér sýnast engar líkur á að bankinn verði seldur það snögglega að þessi skýrsla hafi ekki litið dagsins ljós. Ég tel raunar mjög mikilvægt að svo verði ekki.