Hjúkrunardeild fyrir aldraða í Árborg

Miðvikudaginn 04. desember 2002, kl. 14:13:33 (2049)

2002-12-04 14:13:33# 128. lþ. 46.3 fundur 144. mál: #A hjúkrunardeild fyrir aldraða í Árborg# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., landbrh.
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 128. lþ.

[14:13]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Ég fagna, einungis sem þingmaður kjördæmisins, yfirlýsingu hæstv. heilbrrh. og á hvaða stig þetta mál er komið eftir mikla vinnu sem fram hefur farið síðustu árin. Ég held að ekki þurfi að efast um þetta mál lengur, þessa miklu framkvæmd sem er stærri en ætlað var í upphafi og snýr þá líka að heilsugæslu og framtíðaraðstöðu á þessu sjúkrahúsi. Fyrst og fremst er að sjá það í höfn að langlegudeild í stað Ljósheima tekur innan skamms til starfa og ég vil segja hér að ég trúi orðum hæstv. heilbrrh. og efast ekki um að málið sé komið í þann farveg að útboð fari fram eftir áramót, eigi síðar en í febrúar, og verkið verði auðvitað unnið í samfellu. Tíminn er fljótur að líða og innan skamms rís ný aðstaða eða eigi síðar, að mínu viti, en 2004 en ráðherra þekkir það nú betur.