Heilbrigðisþjónusta

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 14:37:49 (2583)

2002-12-12 14:37:49# 128. lþ. 54.3 fundur 453. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (stofnkostnaður, stjórnir stofnana o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 128. lþ.

[14:37]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég endurtek að ég tel að starfssvið stjórna sé svo óvíst og línur það óskýrar að þetta frv. geti ekki beðið heildarendurskoðunar laga um heilbrigðisþjónustu.

Hins vegar er svo samanburður milli sjúkrahúsa hér og erlendis ekki beinlínis hluti af þessu máli. Auðvitað er æskilegt að við vitum hvar við stöndum og ég hef alltaf lagt áherslu á að kostnaðargreiningar á sjúkrahúsum séu sem skýrastar og að þau séu samanburðarhæf í alþjóðlegu samhengi en það er auðvitað mjög flókinn samanburður.