Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 358. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 715  —  358. mál.




Svar



heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Drífu Hjartardóttur um nýgengi krabbameins á Norðurlöndunum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Er munur á nýgengi og tíðni krabbameins á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndunum, tilgreint eftir tegundum, og ef svo er, í hverju er munurinn aðallega fólginn?

Krabbamein á Norðurlöndunum.
    Hér að aftan má sjá árlegt aldursstaðlað nýgengi fyrir tíðustu mein á Norðurlöndunum árin 1995–1999. Tölur eru fengnar úr NORDCAN-gagnagrunninum sem er öllum opinn á netinu á slóðinni: ncu.cancer.dk/ancr/nordcan.shtml.

Árlegt aldursstaðlað nýgengi af 100.000 (miðað við alþjóðlegan aldursstaðal).

Danmörk Finnland Ísland Noregur Svíþjóð
Karlar
Öll mein 285 269 294 296 252
Blöðruhálskrabbamein 33 72 76 70 70
Lungnakrabbamein 47 41 34 36 21
Ristil- og endaþarmskrabbamein 38 26 33 42 30
Konur
Öll mein 284 223 280 255 242
Blöðruhálskrabbamein 84 76 80 71 80
Lungnakrabbamein 30 9 29 17 13
Ristil- og endaþarmskrabbamein 31 19 23 34 23

    Ef öll krabbamein eru tekin saman má sjá að nýgengi krabbameina meðal karla á Íslandi er svipað og í Noregi og lítið eitt hærra en í Danmörku. Nýgengi blöðruhálskirtilskrabbameins er heldur hærra á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum. Lágt nýgengi blöðruhálskirtilskrabbameins í Danmörku skýrist væntanlega af því að þar eru PSA-mælingar fremur sjaldgæfar, en þær leiða oft til greiningar. Hins vegar er vert að taka fram að dánartíðni er svipuð alls staðar á Norðurlöndunum.
    Ef öll krabbamein eru tekin saman má sjá að nýgengi krabbameina meðal kvenna á Íslandi er svipað og í Danmörku og er nýgengi brjóstakrabbameins hátt í báðum löndunum. Einnig er nýgengi lungnakrabbameins hærra á Íslandi og í Danmörku en annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta má rekja til meiri reykinga kvenna í þessum tveimur löndum og hvað Ísland varðar skiptir miklu að á síðustu öld byrjuðu íslenskar konur fyrr að reykja mikið borið saman við það sem tíðkaðist annars staðar á Norðurlöndum.