Heilbrigðisþjónusta

Laugardaginn 17. mars 2007, kl. 19:35:09 (6851)


133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

heilbrigðisþjónusta.

272. mál
[19:35]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Ég vil gera grein fyrir atkvæði mínu. Í örstuttri ræðu í dag skýrði ég frá undirbúningi málsins en gagnrýndi harðlega þann hraða sem málið hefur hlotið og afgreiðslu í dag. Þetta er mál af þeirri stærðargráðu að það þarf að fá vandlega umræðu og tíma á þinginu eins og þær mörgu breytingartillögur sem komu frá heilbrigðis- og trygginganefnd gáfu til kynna.

Frumvarpið er niðurstaða og málamiðlun stjórnmálaflokka, fagaðila og síðast en ekki síst fulltrúa neytenda. Þetta er rammalöggjöf sem hægt er að breyta. Veldur hver á heldur og við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði viljum sýna samfélagslega ábyrgð ef okkur yrði falin ábyrgð á þessum málaflokki að alþingiskosningum loknum 12. maí.