Framkvæmd þjóðlendulaga

Mánudaginn 04. júní 2007, kl. 15:19:25 (0)


134. löggjafarþing — 3. fundur,  4. júní 2007.

framkvæmd þjóðlendulaga.

[15:19]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Herra forseti. Framkvæmd laganna og breytingar á framkvæmd laganna munu breyta því hvað það er sem kemur fyrir óbyggðanefndina. Hvernig óbyggðanefndin leysir síðan úr þeim málum þegar gögn málsins liggja fyrir — og væntanlega munu betri og fyllri gögn liggja fyrir óbyggðanefndinni a.m.k. fyrr en áður var og þar með gera málarekstur bænda einfaldari og auðveldari en áður — þá lýkur einfaldlega valdsviði fjármálaráðherrans þegar þarna kemur, eins og ég sagði áðan. Þá koma til annars vegar óbyggðanefndin og hins vegar dómstólarnir. Hvernig hv. þingmanni hefur dottið til hugar að ég ætli mér að segja dómstólunum fyrir verkum þá er það einhver stórkostlegur misskilningur sem hefur orðið uppi (Forseti hringir.) hjá hv. þingmanni.