Fullgilding Palermó-samnings gegn fjölþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi

Þriðjudaginn 08. apríl 2008, kl. 20:20:32 (6210)


135. löggjafarþing — 86. fundur,  8. apr. 2008.

fullgilding Palermó-samnings gegn fjölþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi.

493. mál
[20:20]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Eins og ég sagði áðan tel ég dráttinn á þessu máli óforsvaranlegan. Ég sé ekki ástæðu til þess að leggjast gegn því að þessi samningur verði fullgiltur. En ég óttast að enn um sinn verði dráttur á því að hæstv. dómsmálaráðherra komi með tillögur að lagabreytingum. Þetta hefur tekið of langan tíma og hæstv. utanríkisráðherra getur ekki gefið skýringar á því.

Ég spurði einnig: Hvað líður fullgildingu á bókun Evrópuráðsins um mansal? Hún gengur öllu lengra hvað varðar vitnavernd og með því að fullgilda hana mætti kannski bíða með bókun um mansal. En hvað líður fullgildingu þeirrar bókunar?