Tilkynning um varaþingmenn

Fimmtudaginn 18. október 2007, kl. 10:34:06 (732)

135. löggjafarþing — 12. fundur,  18. okt. 2007.

tilkynning um varaþingmenn.

[10:34]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Borist hafa bréf þriggja þingmanna, þeirra Ástu Möller, Birgis Ármannssonar og Helga Hjörvars um að þau séu á förum til útlanda í erindum Alþingis. Það er til að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York, Bandaríkjunum, frá mánudeginum 22. október.

Samkvæmt þessum bréfum taka sæti frá og með þeim degi þau Dögg Pálsdóttir fyrir Ástu Möller, Erla Ósk Ásgeirsdóttir fyrir Birgi Ármannsson og Valgerður Bjarnadóttir fyrir Helga Hjörvar.

Þegar varamenn koma til þings við upphaf þingfundar, þriðjudaginn 30. október, munu þeir undirrita drengskaparheit samkvæmt 2. gr. þingskapa.

Jafnframt taka sæti á Alþingi að nýju mánudag 22. október þingmennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir, 5. þm. Norðaust., og Árni Páll Árnason, 11. þm. Suðvest. og lýkur jafnframt þingsetu varamanna þeirra.