Fjárlög 2008

Fimmtudaginn 29. nóvember 2007, kl. 18:47:51 (2324)


135. löggjafarþing — 33. fundur,  29. nóv. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[18:47]
Hlusta

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég leyfi mér að fullyrða að tillaga fjárlaganefndar um myndlistaskólana og hækkun á framlögum sé tekin með eins málefnalegum hætti og unnt var í ljósi upplýsinga sem nefndin hafði. Ég vil undirstrika að ég tel réttast að ráðuneyti menntamála geri samninga við skólastofnanirnar tvær og er sammála hv. þingmanni um mikilvægi þeirra.

Það samkomulag sem vitnað var til milli fjárlaganefndar og menntamálanefndar stóð allt að því leytinu til að engar tillögur nefndarinnar voru hreyfðar. Fjárlaganefnd bætti hins vegar við úthlutanir undir safnliðum. Það hve lítið samráðið var að mati hv. þingmanns má sennilega fyrst og fremst skýra með því hversu seint menntamálanefnd skilaði af sér tillögum til nefndarinnar. (KolH: Þetta er rangt.)