Atvinnuúrræði fyrir háskólanema

Mánudaginn 25. maí 2009, kl. 15:17:34 (169)


137. löggjafarþing — 5. fundur,  25. maí 2009.

atvinnuúrræði fyrir háskólanema.

[15:17]
Horfa

Skúli Helgason (Sf):

Ég þakka hæstv. menntamálaráðherra fyrir svarið. Mig langar að hnykkja á því með því að spyrja hvort þær hugmyndir sem Samband íslenskra framhaldsskólanema hefur reifað um t.d. sumarskóla þar sem atvinnulausir stúdentar eru fengnir til að kenna námskeið undir handleiðslu kennara og sömuleiðis hugmyndir sem þeir hafa lagt fram um svokölluð örnámskeið í ýmsum greinum, þar á meðal list- og verkgreinum, hafi verið kynntar fyrir ráðuneytinu og hvort slíkar hugmyndir komi til greina í sambandi við þau úrræði sem í bígerð eru í ráðuneytinu.