138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[12:37]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég kýs eiginlega að skipta svari mínu í tvennt á þeim stutta tíma sem ég hef. Varðandi ábyrgð er snýr að sakamálum og þeim atriðum sem snúa að ábyrgð ráðherra og ekki eru til umræðu í dag tel ég einfaldlega það fyrirkomulag sem við höfum í löggjöf okkar ekki heppilegt og ég tel að það beri að taka til endurskoðunar. Það er ein af tillögum þingmannanefndarinnar. Við reyndar nálgumst ekki þá hugmynd um endurskoðun öll á sama hátt en ég tel að það þurfi að taka þetta allt saman til endurskoðunar með tilliti til mannréttinda og þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað í sakamálaréttarfari á undanförnum árum og áratugum.

Varðandi það hvort við þingmenn séum réttu mennirnir til að fjalla um önnur atriði, þá fór rannsóknarnefnd Alþingis í rannsóknina sjálfa. Okkur var falið að móta viðbrögð Alþingis og vissulega var það á tíðum erfitt (Forseti hringir.) en ég held að ég verði að nota mitt seinna andsvar til að stilla þessu betur upp.