Tilhögun þingfundar

Fimmtudaginn 26. nóvember 2009, kl. 11:16:51 (0)


138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

tilhögun þingfundar.

[11:16]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Mig langaði bara að árétta spurningu mína um hvort þingflokksformannafundur yrði um þessa atkvæðagreiðslu áður en til hennar kemur eða ekki. Mig langaði líka að vekja athygli á því að margir þeirra sem hafa komið hingað upp og ætla sér að vera langt fram eftir kvöldi eru aðallega með uppkomin börn. Ég er t.d. í þeirri stöðu að sonur minn er aleinn veikur heima og mér finnst ömurlegt að leggja til að við ýtum fjölskyldunni í 10. sæti. Við í stjórnarandstöðunni erum ein langt fram eftir kvöldi að ræða um þetta. Mikilvægar upplýsingar hafa komið fram í sumum ræðum sem hér hafa verið haldnar og ég held að stjórnarliðum væri hollt að hlusta því að alltaf eru að koma fram nýjar upplýsingar. (Gripið fram í: Hvar og hvenær …?) (Gripið fram í: Hún kom upp …) [Háreysti í þingsal.] (Gripið fram í: Hún var komin þegar …) (Gripið fram í: Já, nákvæmlega. Það var mikið.) (Gripið fram í: … fresta þessum fundi og tala … til háborinnar skammar hvernig …)