Sveitarstjórnarlög

Laugardaginn 17. september 2011, kl. 17:39:05 (0)


139. löggjafarþing — 167. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[17:39]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Ég er sammála hæstv. innanríkisráðherra um þetta mál. Þar sem réttur til beins lýðræðis er meiri er efnahagsleg frammistaða betri, skattsvik minni, skuldir kantóna og sveitarfélaga lægri, opinber útgjöld lægri og almenningsþjónusta ódýrari. Meira af opinberum útgjöldum fer til spillis í ríkjum Bandaríkjanna þar sem borgarar eiga engan kost á því að kalla eftir almennum atkvæðagreiðslum.

Í þessari breytingartillögu er verið að undanskilja fjárhagsmálefni sveitarfélaga. Hér eru Íslendingar að fara kolranga leið vegna þess að þeir líta ekki til þess sem verið er að gera í nágrannalöndunum og þeir líta ekki til þeirra sem hafa reynslu í þessum málum. Þessum bæklingi verður dreift til allra þingmanna á næstunni og ég skora á þingmenn að lesa bæklinginn vandlega. Ég segi nei.