Fjáraukalög 2010

Þriðjudaginn 07. desember 2010, kl. 14:45:37 (0)


139. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[14:45]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er ánægjulegt að heyra að stofnanir ríkisins halda sig frekar innan fjárlaga þetta árið en betur má ef duga skal. Í þessu hefti eru upplýsingar um margar stofnanir sem ekki gera það. Hin almenna regla á að vera að ríkisstofnanir haldi sig innan fjárlaga, það er ráðherra að sjá til þess að svo sé. Ég vona að þetta skref sé leið inn í hina björtu framtíð sem hv. þm. Þráinn Bertelsson boðaði hér fyrr og að þetta verði enn betra á næsta ári. Ég mun greiða atkvæði með þessu en ég segi: Betur má ef duga skal.