Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 825. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1470  —  825. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um Lissabon-sáttmálann.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.



     1.      Er þýðingu á sáttmálum Evrópusambandsins lokið, sbr. svar ráðherra á þskj. 134 þar sem fram kom að þýðing væri hafin á sáttmálum Evrópusambandsins í heild sinni eins og þeir standa eftir gildistöku Lissabon-sáttmálans og áætlað væri að þýðingu þeirra yrði lokið í lok febrúar 2011?
     2.      Ef ekki, hvenær er þá áætlað að þýðingarvinnunni ljúki?
     3.      Hefur verið tekin ákvörðun um hvort sáttmálinn verði kynntur sérstaklega að þýðingu lokinni, t.d. með bæklingi sem dreift verði til allra heimila landsins?


Skriflegt svar óskast.