Afbrigði um sætishlutun

Laugardaginn 01. október 2011, kl. 12:44:30 (8)


140. löggjafarþing — 1. fundur,  1. okt. 2011.

afbrigði um dagskrármál.

[12:44]
Horfa

Forseti ():

Leita þarf afbrigða frá þingsköpum, þ.e. lokamálsgrein 3. gr. þingskapa, um hvernig hluta skal um sæti þingmanna, þannig að hv. þm. Helgi Hjörvar geti fengið sæti sem hentar fyrir þann búnað sem hann þarf að hafa í þingsalnum meðan þingfundur stendur. Þetta er sæti 32 fyrir hv. þm. Helga Hjörvar.

Enn fremur hefur orðið samkomulag milli forseta og formanna þingflokka um að leggja til að tekin verði frá sæti næst inngangi í salnum fyrir formennina en þeir dragi innbyrðis um þessi sæti. Skoðast þau afbrigði samþykkt ef enginn hreyfir andmælum.

Samkvæmt þessu hefur Gunnar Bragi Sveinsson sæti 8, Oddný G. Harðardóttir sæti 22, Þór Saari sæti 23, Ragnheiður E. Árnadóttir sæti 44 og Björn Valur Gíslason sæti 45.