141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

lækningatæki.

67. mál
[11:36]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég er sammála þeim þingmönnum sem komið hafa hingað á undan mér um eðli þessarar álagningar. Hér er um skatt að ræða en ekki gjald og ég tel margt vera óljóst. Um leið eru þeir tollflokkar sem hér um ræðir allt of víðtækir. Að bleiur skuli vera skilgreindar sem lækningatæki á ég erfitt með að skilja. Eftir að hafa talað fyrir því ásamt hv. þm. Lilju Mósesdóttur á síðasta þingi um að við mundum lækka álögur á bleiur, sem Vinstri grænir felldu, þá tekur Vinstri hreyfingin – grænt framboð enn eitt skrefið í átt til þess að auka álögur á barnafólk með því að leggja skatt á bleiur, sem falla hér undir lækningatæki. Það er alveg með ólíkindum.