142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[16:29]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við í Bjartri framtíð munum greiða atkvæði með breytingartillögunum tveimur. Við settum nafn okkar undir það að starfsmenn fengju að koma að stjórninni. Við erum mjög ánægð með að það skref skyldi þó stigið í þessu leiðinlega máli, sem það í raun er. Við munum ekki greiða frumvarpinu atkvæði okkar, sérstaklega í ljósi þess að í vor var samþykkt nýtt frumvarp sem nokkuð mikil og góð sátt virtist ríkja um. Við erum líka afskaplega hrædd um að það sé pólitískur óþefur af þessu og verið sé að fara í gamla farið eins og útvarpsráð var áður. En tíminn einn mun leiða í ljós hvort það er rétt hjá okkur eða ekki.

Við styðjum breytingartillögurnar en erum á móti frumvarpinu.