142. löggjafarþing — 29. fundur,  17. sept. 2013.

eignarréttur lántakenda.

[15:09]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Herra forseti. Ég þakka umræðuna, þakka hv. þm. Jóni Þór Ólafssyni og hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég hef kannski ekki mjög miklu við að bæta af því að margt gott hefur komið fram. Ég tek undir það að draga verður úr óvissu hjá lántakendum ef ágreiningur er um lögmæti lána. Mér fannst gott að heyra að tilmæli FME, um að bíða með aðfarir þangað til að niðurstaða er komin í málið, séu komin fram. En mig langar að spyrja hæstv. ráðherra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur hvort þau tilmæli hafi einhverja lagalega þýðingu. Er það skylda þessara lánafyrirtækja að bíða eða eru þetta bara orð á blaði?