144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[14:38]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, hv. þingmaður hefur ekki heyrt annað eins. Þetta eru bara umsagnir. Þingmanninum hefur verið tíðrætt um umsagnir og vísað í þær. Þess er einmitt getið í umsögnum frá merkum stofnunum að þau gögn og vinnan sem óskað er eftir eigi heima í umhverfismati framkvæmda sem er næsti ferill á eftir.

Ég spyr: Hvað eru margir vatnsaflskostir í nýtingarflokki? Eru þeir ekki tveir eða þrír? Hitt eru allt saman gufuaflskostir. Þegar hv. þingmenn greiddu atkvæði um 2. áfanga rammaáætlunar voru þeir með Eldvörp þar, náttúruperluna á Reykjanesi. Þeir hikuðu ekki við að setja Eldvörp í nýtingarflokk. (Gripið fram í.) Til guðs lifandi lukku þá (Forseti hringir.) greip bæjarstjórn Grindavíkur inn í og verndaði Eldvörp. Það vantar vatnsaflskosti (Forseti hringir.) inn í flóruna til þess að koma (Forseti hringir.) hjólum atvinnulífsins af stað.