144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:01]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil fara þess á leit við forseta að hann reyni að leggja sitt lóð á vogarskálar þess að fólk fari að tala saman við þessar aðstæður. Ef forseti þingsins gerir það ekki þá er enginn í þeirri stöðu að gera það. Það er augljóst að við búum við það stjórnarfar á Íslandi að forusta ríkisstjórnarinnar hefur ekki hug á því að eiga frumkvæði að einhverjum samskiptum hér. Ég bið því virðulegan forseta, í þágu góðra vinnubragða og samtals í þinginu, að hlutast til um það að fólk hittist og þá það fólk sem hefur umboð til að taka ákvarðanir og komast að niðurstöðu, vegna þess að sá hnútur sem við erum komin í hér er óþolandi fyrir Ísland á öllum tímum. En ef það er einhvern tíma líka alvarlegt er það á (Forseti hringir.) þeim tímum sem við horfumst í augu við núna með vinnudeilum og ófriði um allt samfélag.