Ferill 143. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


108. löggjafarþing 1985–86.
Nr. 6/108.

Þskj. 696  —  143. mál.


Þingsályktun

um réttaráhrif tæknifrjóvgunar.


    Alþingi ályktar að skora á dómsmálaráðherra að skipa nú þegar fimm manna nefnd til að kanna réttaráhrif tæknifrjóvgunar og gera tillögur um hvernig réttarstaða aðila verði ákveðin.
    Nefndin verði skipuð sem hér segir: Dómsmálaráðherra skipi formann nefndarinnar án tilnefningar, tveir nefndarmenn skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu Lögmannafélags Íslands, einn samkvæmt tilnefningu læknadeildar Háskóla Íslands og sé hann sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp og einn nefndarmaður samkvæmt tilnefningu Barnaverndarráðs Íslands.
    Nefndin ljúki störfum áður en næsta löggjafarþing kemur saman. Ríkissjóður greiði kostnað af störfum hennar.

Samþykkt á Alþingi 25. mars 1986.