Tilkynningar

Skrifstofa Alþingis hlýtur viðurkenningu Jafnréttisvogar FKA

13.10.2023

Skrifstofa Alþingis er á meðal þeirra sem hlutu í gær viðurkenningu Jafnréttisvogar Félags kvenna í atvinnulífinu. Viðurkenningin var veitt á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar, sem bar yfirskriftina „Við töpum öll á einsleitninni – Jafnrétti er ákvörðun!“

Viðurkenning Jafnvægisvogarinnar er veitt árlega þeim fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum sem hafa skuldbundið sig til að vinna að skýrum jafnréttismarkmiðum, hafa undirritað viljayfirlýsingu þar um og náð a.m.k. 40/60 kynjahlutfalli í efsta stjórnendalagi. Í ár hlutu fimmtíu og sex fyrirtæki, ellefu sveitarfélög og tuttugu og tveir opinberir aðilar viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar úr hópi þeirra 239 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu um að ná fram tilsettum jafnréttismarkmiðum í starfsemi sinni.

Nánar um athöfnina

Jafnvaegisvogin-2023

Ljósmynd / Silla Páls

 Viðurkenningarhafar Jafnvægisvogarinnar 2023, ásamt Elizu Reid forsetafrú, sem kynnti viðurkenningarnar.