Ferill 76. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


110. löggjafarþing 1987–88.
Nr. 23/110.

Þskj. 1168  —  76. mál.


Þingsályktun

um eflingu skógræktar á Fljótsdalshéraði.


    Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra að láta semja tíu ára áætlun um eflingu skógræktar á Fljótsdalshéraði. Áætlunin skal taka til eftirfarandi atriða:
     a.      ræktunar nytjaskóga,
     b.      viðhalds og hirðingar skóglendis sem fyrir er,
     c.      flutnings aðalstöðva Skógræktar ríkisins á Fljótsdalshérað.
    Við gerð áætlunarinnar um ræktun nytjaskóga og hirðingu skóglendis skal höfð samvinna við Skógrækt ríkisins, Búnaðarsamband Austurlands og skipulagsstjóra ríkisins. Miðað skal við að flutningur aðalstöðva Skógræktar ríkisins verði í áföngum í samráði við skógræktarstjóra og starfsmenn stofnunarinnar.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 1988.