Ferill 412. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


110. löggjafarþing 1987–88.
Nr. 30/110.

Þskj. 1175  —  412. mál.


Þingsályktun

um könnun á stöðu handmenntakennslu í grunnskólanum eftir gildistöku laga um grunnskóla, nr. 63/1974.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta fara fram könnun á áhrifum laga um grunnskóla, nr. 63/1974, á handmenntakennslu grunnskólabarna. Að lokinni könnuninni verði gerðar tillögur um fyrirkomulag handmenntakennslu í framtíðinni með tilliti til breyttra þjóðfélagshátta og reynslu síðustu ára.
    Niðurstöður könnunarinnar og tillögur skuli lagðar fyrir sameinað þing.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 1988.