Skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði
Þriðjudaginn 29. nóvember 1988

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Eins og sést hefur hæstv. forsrh. gengið í salinn og vil ég inna hv. 1. þm. Suðurl. eftir því hvort ekki megi halda fram umræðunni um 135. mál á þeirri forsendu, en hins vegar taka fram að ekki hefur tekist að ná í hæstv. viðskrh. ( ÞP: Það er mjög mikilvægt að viðskrh. sé viðstaddur líka.) Ég skil þetta svo að við getum haldið áfram umræðunni. ( ÞP: Ég hefði nú kosið að viðskrh. yrði einnig viðstaddur. Það var um það beðið.) Við hefðum náttúrlega kosið að fleiri væru hér, helst allir. En ég er að leita leyfis til þess að halda áfram umræðunni með samþykki þeirra sem hér eru, og hlýt þá að skilja það svo að menn séu til þess reiðubúnir, þó að ekki hafi tekist að ná í hæstv. viðskrh.