Almannatryggingar
Þriðjudaginn 13. desember 1988

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Vegna óska sem fram komu um nærveru hæstv. heilbrmrh. var gengið úr skugga um það að hann er ekki í húsinu og kemur forseta reyndar ekki á óvart því að hann kom til forseta og bar sig illa út af kvefsótt og hæsi og sagðist jafnvel mundu koma sér heim til sín. En ef hv. flm. óskar eftir því að leitað verði eftir honum á heimaslóðum hans er sjálfsagt að gera það. ( GHelg: Það hvarflar ekki að mér. Þar sem sennilega sama pest angraði flm. fyrir nokkrum dögum skil ég fullvel ástæður þess að ráðherra fór heim, enda hefur það ekki komið að sök.) ( FrS: Er ekki rétt að hringja í lækni, senda tryggingayfirlækni til hans?) Hvað sem líður tillögum hv. 1. þm. Reykv. er þetta mál nú útrætt milli flm. og forseta.