Vinnubrögð í fjárhags- og viðskiptanefnd og
Þriðjudaginn 20. desember 1988

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Ég get svarað því. Hugmyndin er að þessari þingskapaumræðu megi ljúka. Strax að henni lokinni verði það mál sem er á dagskrá tekið út af dagskrá og settur nýr fundur þar sem fyrir verði tekin þau mál sem eru komin frá nefndum og eru tilbúin til umræðu. Þau mál eru væntanlega þau sem ganga venjulega undir nafninu bráðabirgðalög en eru tvö mál samkvæmt þingskjölum, síðan niðurfelling laga vegna breytingar á skipun sveitarstjórnarmála og málefni aldraðra. Loks framhaldsskólafrv. sem mun þegar hafa verið afgreitt úr Ed.
    Hugmynd forseta er síðan sú að setja nýja fundi eftir því sem nauðsynlegt reynist til að geta komið á dagskrá þeim málum öðrum sem frá nefndum koma og eftir því sem miðar og um semst í deildinni.