Skattskylda innlánsstofnana
Fimmtudaginn 22. desember 1988

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Forseti mun óska eftir því að ef hann á að fara að úrskurða um stjórnarskrármál þá fái hann skriflegar greinargerðir um hvað úrskurðurinn eigi að fjalla. Ég efast nú um að ég sé hæfur til þess þó ég úrskurði hér um þingsköp. Ég held því að ég verði að fara fram á það við hv. 5. þm. Austurl. að við ræðum nánar það mál sem hann gerði hér að umtalsefni.