Verðbréfaviðskipti
Þriðjudaginn 21. febrúar 1989

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Forseti getur að sjálfsögðu fallist á það að fresta þessu máli um sinn, en vekur reyndar athygli á því að Ed. hafði gert ráð fyrir að fá þetta mál til umfjöllunar í dag vegna þess að talið var að það væri ágreiningslítið. Mér er því kappsmál að sú frestun verði ekki löng og jafnframt þá að jafnskjótt verði tekið til við málið að nýju og enginn frestur hér á fundum, heldur að meðan þessu máli er frestað í korter eða svo nýtum við tímann með því að fara yfir í annað dagskrármálið.